Fréttir

Styrkir frá Uppbyggingarsjóði Vestfjarða

Nýlega var tilkynnt um styrkveitingar Uppbyggingarsjóðs Vestfjarða fyrir árið 2021. Sjóðurinn er einn mikilvægasti bakhjarl Sauðfjársetursins og þeirrar starfsemi sem það heldur úti. Þrír styrkir fengust til verkefna að þessu sinni: Náttúrubarnahátíð 2021 og skóli fengu 1,5 milljónir, verkefnið Bjarndýra-samstarfið fékk 750 þúsund en þar er um að ræða uppsetningu sýningar í samvinnu viðurkenndra safna á Vestfjörðum og Rannsóknaseturs HÍ á Ströndum og verkefnið Álagablettir sem er útgáfuverkefni og snýst um að koma samnefndri sýningu á bókarform fékk 500 þúsund. Færum við Uppbyggingarsjóði okkar allra bestu þakkir fyrir stuðninginn.