Myndir

Sauðfjársetrið safnar gömlum ljósmyndum úr héraðinu og sú söfnun er ekki eingöngu bundin við sauðfjárbúskapinn. Allar myndir sem tengjast Ströndum eru vel þegnar. Hafið samband í gegnum síma (693-3474), fésbókina eða í netfangið saudfjarsetur@saudfjarsetur.is ef þið viljið færa safninu myndir.

Hér er að finna tengla inn á nokkrar myndasyrpur, í fyrsta lagi gamlar myndir, í annan stað úr samtímasöfnun eftir að Sauðfjársetrið var stofnað og í þriðja lagi myndir frá starfi og viðburðum Sauðfjársetursins. Fleiri myndir má svo finna á sameiginlegri skráningarsíðu safna á Íslandi sem er á slóðinni Sarpur.is. Þar hafa margar myndir Sauðfjársetursins verið settar inn og hægt að fletta þeim, skoða upplýsingar og gjarnan bæta við.

Margir Strandamenn hafa sérlega gaman af gömlum ljósmyndum og hópurinn Gamlar Strandamyndir á Facebook er feykivinsæll. Þar voru yfir 4 þúsund manns samankomin í einum hópi vorið 2022. Það eru einmitt Sauðfjársetur á Ströndum og Rannsóknasetur HÍ á Ströndum – Þjóðfræðistofa sem halda þessum hópi úti. Hópurinn kemur sér mjög vel þegar þarf að greina myndefni og margir aðrir en safnið deila skemmtilegum gömlum myndum þar inn. Hér eru nokkrar myndasyrpur úr safni Sauðfjársetursins, gamlar ljósmyndir sem gott fólk hefur gefið okkur.

Hér eru líka tenglar inn á nokkrar myndasyrpur frá samtímasöfnun Sauðfjársetursins sem nær til ljósmynda eftir 2000, enda var safnið ekki stofnað fyrr en á þessari öld. Það er alveg merkilegt hvað ljósmyndir eru fljótar að verða dýrmætar.

Myndir frá viðburðum á vegum Sauðfjársetursins frá því að það hóf starfsemi sína er að mestu leyti að finna undir tenglinum Viðburðir –> Liðnir viðburðir, en hér eru tenglar á nokkra vel valda og mikið myndskreytta viðburði, til fróðleiks og skemmtunar.