Samstarf

Í starfi Sauðfjársetursins er mikið lagt upp úr samstarfi. Það á jafnt við um þjóðmenningarstofnanir á landsvísu við aðila eins og Ljósmyndasafn Íslands og Þjóðminjasafnið, önnur söfn og menningarstofnanir, fræða- og rannsóknasetur. Mikil áhersla er einnig lögð á samstarf í ferðaþjónustu og við fræðimenn og listafólk.

Einn mikilvægasti samstarfsaðili í héraðinu síðustu árin er Rannsóknasetur HÍ á Ströndum – Þjóðfræðistofa og saman hafa þessi setur skipulagt fjölda viðburða og verkefna. Einnig má nefna Byggðasafn Dalamanna, Arnkötlu – lista og menningarfélag, Fjölmóð – fróðskaparfélag á Ströndum, Strandagaldur, Grunnskólann á Hólmavík, söfn á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra, auk fjölda einstaklinga og fyrirtækja.

Sauðfjársetrið er m.a. þátttakandi í FÍSOS – félagi íslenskra safna og safnmanna og Markaðsstofu Vestfjarða. Safnið er einnig aðili að Sarpi – skráningarkerfi íslenskra minjasafna.