Handverks- og minjagripabúð

Í Sauðfjársetrinu í Sævangi er að finna litla sölubúð með handverki, minjagripum og gjafavöru. Sauðfjársetrið hefur einnig framleitt eigin vörur, könnur og boli með skemmtilegum áletrunum. Búðin er, eins og Kaffi Kind og Sauðfjársetrið, opin frá kl. 10:00-18:00 alla daga yfir sumarið. Yfir vetrartímann er hægt að fá safnið opnað með því að hringja í síma 693-3474 eða senda tölvupóst á netfangið saudfjarsetur@saudfjarsetur.is. Þannig er einnig hægt að panta bolina okkar og bækurnar, t.d. Álagabletti á Ströndum, svo dæmi séu tekin.