Á árinu 2021 kom út bókin Álagablettir á Ströndum, eftir feðginin Dagrúnu Ósk Jónsdóttir og Jón Jónsson, þjóðfræðinga á Kirkjubóli. Samhliða var opnuð hér síða með lista um staði á Ströndum sem tengjast álögum og álagasögum. Ætlunin er að bæta við ábendingum um álagabletti og sögur sem berast eftir útkomu bókarinnar, auk þess að setja inn heimildir sem eru á bak við hvern stað sem nefndur er í lista aftast í bókinni.


Álagastaðir á Ströndum
Hrútafjörður
Þórdísarnibbur (Grænumýrartunga) – haugur og fjársjóður Þórdísar Skeggjadóttur
Gvendarbrunnur (Fagrabrekka) – uppspretta vígð af Guðmundi góða
Litlihóll (Hrafnadalur) – haugur Hrafns landnámsmanns
Ljótunn (Ljótunnarstaðir) – haugur Ljótunnar landnámskonu
Neðstibrunnur (Ljótunnarstaðir) – uppspretta blessuð af Guðmundi góða
Kollur (Kollsá) – haugur Kolls landnámsmanns
Álagablettur í túni (Feykishólar) – hefðbundinn álagablettur
Gvendarbrunnur (Kolbeinsá) – uppspretta vígð af Guðmundi góða við verbúðir á Kolbeinsárnesi
Bitra
Þambá (Þambárvellir) – álög á ánni
Bolli (Brunngil) – álagablettur
Skiphóll (Brunngil) – haugur og fjársjóður Gull-Bárðar
Rauf (Snartartunga) – álagablettur og huldufólksbústaður
Illakelda (Hvítarhlíð) – falinn fjársjóður, eirketill fullur af gullpeningum
Hvítarleiði (Hvítarhlíð) – haugur Hvítar og fjársjóður
Kýrhamar (Skriðinsenni) – klettur vígður af Guðmundi góða
Kollafjörður
Broddi (Broddadalsá) – dys Brodda landnámsmanns og fjársjóður
Mókollshaugur (Þrúðardalur) – haugur Kolla landnámsmanns og fjársjóður
Græna rúst (Undraland) – álagablettur, tóftir
Góðilækur (Steinadalur) – uppspretta blessuð af Guðmundi góða
Ljúfuholt (Ljúfustaðir) – haugur Ljúfu landnámskonu
Álfahvammur (Ljúfustaðir) – álagablettur
Kastalinn (Hlíð) – álagablettur
Kollafjörður – álög á firðinum, enginn drukknar og ekki veiðist
Tungusveit
Álfahvammur (Hvalsá) – álagablettur
Hvalsárdrangur eða stór steinn ofan við Rauðabergið utan við Grindarkrókinn (Hvalsá) – veltur niður ef 13 bræður fara saman undir
Folaldshjalli (Þorpar) – álagablettur og draugasaga
Snasahjalli (Þorpar) – álagablettur
Gestur (Klúka) – haugur Gests landnámsmanns og fjársjóður
Gullhóll (Tröllatunga) – fjársjóður falinn í jörðu
Gvendarbrunnur (Tröllatunga) – uppspretta blessuð af Guðmundi góða
Gvendarfoss (Tröllatunga) – blessaður af Guðmundi góða, enginn drukknar
Vonarholt – þar mátti sami bóndi ekki búa lengur en 10 ár
Hólmavíkur- & Hrófbergshreppur
Huldufólksbrekka (Víðidalsá) – álagablettur og bústaður huldufólks
Kolluhylur í Húsadalsá (Víðidalsá) – má ekki veiða í, eign tröllkonu
Stúlkuhóll (Þiðriksvöllum) – bústaður huldukonu
Þiðriksvallavatn (Vatnshorn) – álög á vatninu
Gvendarbrunnur (Kálfanes) – uppspretta blessuð af Guðmundi góða
Kálfanesskeiði (Hólmavík) – álagablettur, síðari tíma saga
Álagablettur ofan við Borgarbraut (Hólmavík) – síðari tíma saga
Svartafljót (Ósi) – álög á hyl í ánni, má ekki veiða
Hriminn (Fitjum) – veiðibann
Heilsubót (Hrófberg) – uppspretta blessuð af Guðmundi góða
Gvendarbrunnur (Staður) – uppspretta blessuð af Guðmundi góða
Steingrímshaugur (Staður) – haugur og fjársjóður Steingríms trölla
Álagablettur (Grænanes) – í túninu, brekku við lækinn
Blettur í Þjóðbrókargili (Gilstaðir) – álagablettur
Kaldrananeshreppur
Selá – blessuð af Guðmundi góða, svo enginn ferst í ánni
Stekkurinn (Bassastöðum) – búsetuálög, þegar nýr bóndi slær verður óhapp
Lönin í Lanarvatni (Hella) – fjársjóður og haugur Úrsúlu
Haugsvatnshólmi (Hella) – haugur Kols bónda
Horn á túninu við kirkjugarðinn (Drangsnes) – slægja sem huldufólkið á
Strútar og Strútshvammur (Drangsnes) – klettar og hvammur, bústaður huldufólks
Álfhóll (Grímsey) – álagablettur
Gvendarbrunnur (Grímsey) – uppspretta blessuð af Guðmundi góða
Einbúinn (Bæ) – álagablettur og huldufólksbústaður
Svíri (Bjarnarnes) – álagablettur og huldufólksbústaður
Heilladysin (Bjarnarnes) – dys sem gæfa fylgir
Kross (Kaldrananes) – trékross á klettahöfða sem ekki má hrófla við
Höfðinn (Kaldrananes) – fjársjóður falinn í jörðu
Álagablettur í túni (Hvammur) – bannað að slá
Bólbalinn (Goðdal) – álagablettur sem ekki má raska
Goðahaugur (Goðdal) – haugur Goða landnámsmanns
Mýrarblettur í túni (Goðdal) – álagablettur
Svartagil (Trékyllisheiði) – gil sem 20 eiga að hrapa í
Karlsvöllur (Svanshóll) – fjársjóður falinn, jákvæð álög; taða af vellinum hrekst ekki
Kvíaklettabrekka (Svanshóll) – álagablettur
Gvendarlaug hins góða (Klúka) – vígð af Guðmundi góða
Höfðinn (Brúará) – huldufólksbyggð og álagablettur í brekku neðan við
Kvíanes (Asparvík) – álagablettur
Álfhella eða Álfhelluklettur (Eyjum) – huldufólksbústaður sem ekki má hreyfa við
Þursalækur (Eyjum) – lækur blessaður af Guðmundi góða
Kaldbakskleifin – leiðin undir Kaldbakshornið, blessuð af Guðmundi góða
Gullhóll (Kleifar) – álagablettur, huldufólksbústaður, fjársjóður
Tréfótshaugur (Kleifar) – haugur Önundar tréfóts og skip í öðrum haug
Torfholt (Kaldbakur) – álagablettur
Heilsubót (Kaldbakur) – uppspretta blessuð af Guðmundi góða
Árneshreppur
Þórðarlækur (Byrgisvík) – blessaður af Guðmundi góða
Blettur við Torfholt (Byrgisvík) – álagablettur
Dalholtsmýri (Kolbeinsvík) – álagablettur, bannað að slá
Steinn við Seljá (Veiðileysa) – bústaður huldufólks, bannað að raska
Blettur í Hádegisdal (Veiðileysa) – álagablettur bannað að slá
Húsholt (Veiðileysa) – bannað að hrófla við
Grafamýri (Veiðileysa) – falin gullkista
Fýlsdalur (Veiðileysa) – álagablettur
Veiðileysufjörður – álög á firðinum, fiskleysi og enginn drukknar í lendingu
Heilsubót (Kambur) – uppspretta og lækur vígður af Guðmundi góða
Álfasteinn (Djúpavík) – huldufólksbústaður
Óveiðisá og Búrfellsvatn (Reykjarfjörður) – álög á ánni og vatninu
Búhóll (Reykjarfjörður) – álagablettur, huldufólksbústaður
Grænaflöt (Naustvík) – álagablettur
Klimpumýri við Klimpur (Stóra-Ávík) – álagablettur og huldufólksbústaður
Skyrkollusteinn (Stóra-Ávík) – bústaður huldufólks, má ekki raska
Kleppa (Finnbogastaðir) – hóll sem má ekki slá eða raska
Finnbogastaðamýrar (Finnbogastaðir) – álög frá Kleppu að mýrarnar yrðu blautar alla tíð
Grundir (Finnbogastöðum) – álög frá Kleppu að yrðu graslitlar
Álfhóll (Melar) – álagablettur
Stórhóll (Melar) – álagablettur
Urðirnar – leiðin úr Melavík í Norðurfjörð, vígð af Guðmundi góða
Snoppa (Steinstúni) – álagablettur
Hveramýri (Krossnes) – álagablettur, má ekki slá
Graslág við Egilsgjótu (Krossnes) – álagablettur
Grýlublettur (Felli) – álagablettur sem ekki má slá
Blettur í slægjulandi (Munaðarnes) – álagablettur
Blettur Milli Garða (Munaðarnes) – álagablettur
Sjálfberg (Munaðarnes) – klettur sem hrynur yfir þá sem eru með háreysti
Eirnýjarhaugur (Eyri í Ingólfsfirði) – haugur Eirnýjar tröllkonu, verndarvættur fjarðarins
Valleyri (Seljanes) – fjársjóður Gríms trölla grafinn í jörðu
Hamramýri (Ófeigsfjörður) – álagablettur sem ekki má slá
Kerlingartóft (Drangar) – tóft sem má ekki slá
Gvendarbrunnslækur (Drangar) – lækur, blessaður af Guðmundi góða
Gvendarbrunnur (Skjaldabjarnarvík) – uppspretta, blessuð af Guðmundi góða
Þröskuldagil (Skjaldabjarnarvík) – gil sem 20 eiga að hrapa í og vantar 1 eða 2 uppá töluna