Viðburðir framundan

Kófið hefur svo sannarlega sett mark sitt á viðburðahaldið síðustu árin. Stundum hefur samt verið hægt að hafa gaman og Sauðfjársetrið hefur raunar staðið sig vel í viðburðahaldi á þessum síðustu og verstu. Framundan er afmælisárið 2022 – en þá verður Sauðfjársetrið 20 ára. Þá er ætlunin að hafa dagskrána öflugri en nokkru sinni fyrr og vonandi að það takist allt að vonum!

Myndin hér að neðan er frá Náttúrubarnahátíðinni 2021 😉