Örninn flýgur fugla hæst … (2021-)

Sýning í Hnyðju á Hólmavík í mars 2021 og var uppi í Hnyðju fram yfir miðjan júní. Sett upp aftur á sama stað í október 2021.

Vorið 2021 var sett upp sýning í Hnyðju á Hólmavík í samvinnu Sauðfjársetursins við Rannsóknasetur HÍ á Ströndum – Þjóðfræðistofu og Össusetur Íslands í Króksfjarðarnesi. Þar var á ferðinni sýning á ljósmyndum sem verið höfðu uppi á Össusetrinu í Króksfjarðarnesi, sem hefur nú verið tekið niður, alla vega tímabundið. Guðlaug G.I. Bergsveinsdóttir sem starfaði að skráningu í ljósmyndaverkefninu Menningararfur í ljósmyndum, sá áður um Össusetrið og hún setti sýninguna upp. Glæsilegar myndir Daníels Bergmanns af örnum eru á sýningunni og sögutextar með frá Össusetrinu, á íslensku og ensku.

Ekki tókst að halda viðburði í tengslum við uppsetninguna á þessari sýningu, vegna Covid, en ætlunin hafði verið að opna formlega með erindi Guðlaugar á opnu húsi í Þróunarsetrinu á Húmorsþingi í lok mars 2021.