Styrktaraðilar

Sauðfjársetur á Ströndum getur fyrst og fremst þakkað öflugum bakhjörlum og styrktaraðilum fyrir að gera því kleift að halda uppi öflugu safnastarfi, menningu og mannlífi. Þar skipta Safnasjóður og Uppbyggingasjóður Vestfjarða mestu máli.

Safnið fékk á tímabili árlega rekstrarframlag frá sveitarfélaginu Strandabyggð sem skipti verulegu máli fyrir reksturinn. Sveitarfélagið hætti síðan alfarið þessum stuðningi eftir kosningarnar 2022. Frumkvæðissjóður byggðaþróunarverkefnisins Sterkar Strandir hefur hins vegar komið sterkur inn sem styrktaraðili verkefna síðustu misseri, en hann starfar á árunum 2020-2024.

Sauðfjársetrið hefur einnig fengið framlög frá fjölmörgum öðrum aðilum, einkum verkefnastyrki til ólíkra viðfangsefna. Þar má m.a. nefna Framkvæmdasjóð ferðamannastaða, Framleiðnisjóð landbúnaðarins og Barnamenningarsjóð sem veitt hafa setrinu veglega styrki og Sparisjóð Strandamanna, Orkubú Vestfjarða og Menningarsjóð KSH sem oft hafa stutt við einstök verkefni.

Þá hefur fjöldi fyrirtækja, bæði í héraðinu og á landsvísu, gefið verðlaun, t.d. á árlegum hrútadómum og heimabingói eða í tengslum við mörg önnur uppátæki safnsins. Eins hafa fjölmargir bændur á svæðinu styrkt safnið um lömb í líflambahappdrætti sem haldið er í tengslum við hrútadómana.

Öllum þessum aðilum eru færðar okkar allra bestu þakkir fyrir stuðning við mannlíf og menningu á Ströndum!