Sauðfjársetrið

Sauðfjársetur á Ströndum er safn og menningarmiðstöð, til heimilis í Sævangi við Steingrímsfjörð. Þangað eru öll sem áhuga hafa hjartanlega velkomin í heimsókn á opnunartíma safnsins 10-18 yfir sumarið og eftir samkomulagi yfir vetrartímann. Margvíslegir viðburðir eru haldir á Sauðfjársetrinu allt árið. Sími setursins er 693-3474 (Ester) og netfangið saudfjarsetur@saudfjarsetur.is.

Hér á vefsíðu setursins er ætlunin að byggja upp annað heimili safnsins, fyrir þá sem vilja fræðast annað hvort um sauðfjárbúskap eða starfsemi safnsins frá stofnun þess 2002. Takmarkið með þessari vinnu við vefsíðuna er einfalt: Við ætlum að búa til safn um safnið á vefnum!