Myndbönd

Sauðfjársetrið varðveitir nokkur gömul myndbönd tengd sauðfjárbúskap á Ströndum. Einnig hefur safnið gert hálftíma langa heimildamynd: Bændur á Ströndum, árið 2018 og er hún hluti af fastasýningunni Sauðfé og sveitafólk á Ströndum. Ætlunin er að gera nokkur myndbönd og heimildamyndina aðgengileg hér á síðunni.

Heimildamyndin Sauðfjárbændur á Ströndum
(Höf. handrits og stjórnandi: Dagrún Ósk Jónsdóttir, tökumaður: Sigfús Snævar Jónsson)

Hérna er smá kynning á Sauðfjársetrinu:

Satt best að segja erum við bara ennþá að leita að bestu lausninni við að setja þyngri myndbönd hér inn og svo væri líka gaman að setja inn gömul vídeó sem okkur hafa áskotnast. Á meðan settum við þessi þrjú myndbönd hér að neðan, sem finna má á YouTube hér inn, til gamans.