Lífið fyrir umbreytinguna (2020)

Lífið fyrir umbreytinguna er ljósmyndasýning Yrsu Roca Fannberg með mögnuðum myndum úr Árneshreppi á Ströndum. Sýningin var sett upp vorið 2020 og opnuð hálfpartinn í kyrrþey út af kórónaveirunni sem þá setti samfélagið á annan endann. Sýningin er uppi allt sumarið 2020.

Sýningin var sett upp á Sauðfjársetrinu í samvinnu við ljósmyndarann Yrsu Rocka Fannberg, Þjóðminjasafn Íslands og Rannsóknasetur HÍ á Ströndum – Þjóðfræðistofu. Hún er hluti af öndvegisverkefninu Menningararfur í myndum sem Sauðfjársetrið og Rannsóknasetrið standa saman af og er styrkt af Safnasjóði.

Upcoming Events