Handverks- og minjagripabúð

Í Sauðfjársetrinu í Sævangi er að finna sölubúð með einstöku handverki, minjagripum og ýmsum varningi. Búðin er, eins og Kaffi Kind og sýningin Sauðfé og sveitafólk á Ströndum, opin frá kl. 10:00-18:00 alla daga yfir sumarið, en yfir vetrartímann er hægt að fá hana opnaða með því að hringja í síma 693-3474 eða senda tölvupóst í netfangið saudfjarsetur@saudfjarsetur.is. Þar er einnig hægt að panta vöru og fá senda.

Í handverksbúðinni er að finna ýmsa minjagripi og gjafavöru. Sauðfjársetrið hefur einnig framleitt eigin vörur, könnur og boli með skemmtilegum áletrunum. Einnig var árið 2020 gefin út bók af safninu, Strandir 1918: Ferðalag til fortíðar.

Hægt er að panta bolina okkar og bókina Strandir 1918 með því að senda póst á Sauðfjársetrið.

Upcoming Events