Rannsóknir

Strandir 1918

Í kringum sýninguna Strandir 1918 og viðburði tengda henni var unnin heilmikil rannsókn og heimildasöfnun um þetta sögulega ár, í samvinnu við Rannsóknasetur HÍ á Ströndum – Þjóðfræðistofu. Árið 2020 kom síðan út bókin Strandir 1918: Ferðalag til fortíðar, einnig í samvinnu þessara aðila. Bókin er einungis seld “beint frá safni” og hægt að panta hana með skilaboðum á fésbókarsíðu Sauðfjársetursins, í netf. saudfjarsetur@saudfjarsetur.is eða í síma 693-3474 (Ester).

Álagablettir

Heilmikil rannsókn á álagablettum var framkvæmd árið 2013, í tengslum við opnun sýningar um efnið á listasviðinu í Sævangi. Þjóðfræðingarnir Jón Jónsson og Dagrún Ósk Jónsdóttir settu sýninguna upp. Rannsókninni hefur í raun verið haldinni opinni síðar og meira efni og viðbótum safnað, bæði úr prentuðum heimildum og með viðtölum. Eins hafa verið haldnar margar skemmtilegar þjóðtrúarkvöldvökur í tengslum við sýninguna. Nú er stefnt að útgáfu á bók um efnið árið 2021 eftir viðbótarrannsóknir sem gerðar hafa verið og með styrkjum frá Safnasjóði og Uppbyggingarsjóði Vestfjarða.

Réttir

Tvenns konar rannsóknir hafa verið gerðar, tengdar réttum á Ströndum, að frumkvæði Sauðfjársetursins. Annars vegar söguleg rannsókn um hvar réttir hafa staðið og á hvaða tíma og hins vegar var gerð spurningakönnnun um réttir og samtímasiði og venjur í kringum þær. Margt í svörunum kom örlítið á óvart.

Sveitasíminn og hringingar á bæjunum

Hringingar í Tungusveit:

Dráttarvélaöldin

Rétt fyrir miðja 20. öld hófst dráttarvélaöld á Ströndum.

Sævangur í 60 ár! Afmælishátíð 2018

Þegar Sævangur var sextíu ára var haldin afmælishátíð og sett upp smásýning um afmælið.

Upcoming Events