Safnastarfið

Sauðfjársetur á Ströndum safnar munum sem tengjast sauðfjárbúskap, einkum á Ströndum, einnig myndum og minningum af svæðinu. Safnið sinnir söfnun og skráningu, forvörslu gripa og varðveislu fyrir komandi kynslóðir, rannsóknum og miðlun, eftir bestu viðurkenndu aðferðum og er í samstarfi við aðrar menningarstofnanir á svæðinu og landsvísu í því skyni.

Safnfræðsla

Náttúrubarnaskólinn er stóra verkefni Sauðfjársetursins í safnkennslu, þar er kennslustofan náttúran í kringum safnið. Einnig hafa verið skipulögð margvísleg námskeið og fróðleikur fyrir skólahópa og í samvinnu við t.d. Grunnskólann á Hólmavík.

Hildur Pálsdóttir á Geirmundarstöðum með kennslu í ullarvinnslu fyrir börnin í 1.-7. bekk í Grunnskólanum á Hólmavík 2012,
ásamt kennurunum Ástu Þórisdóttir og Dagrúnu Magnúsdóttur

Upcoming Events