Styrktaraðilar

Sauðfjársetur á Ströndum getur fyrst og fremst þakkað öflugum bakhjörlum og styrktaraðilum fyrir að geta haldið uppi öflugu safnastarfi, menningu og mannlífi. Þar skipta Safnasjóður og Uppbyggingasjóður Vestfjarða mestu máli. Safnið fær einnig árlega framlag frá Strandabyggð og hefur fengið fjölmörg framlög frá fjölda annarra, einkum verkefnastyrki til ólíkra viðfangsefna. Einnig hafa fjöldi fyrirtækja gefið verðlaun, t.d. á árlegum hrútadómum, heimabingói og mörgum öðrum uppátækjum safnsins og bændur styrkt safnið um lömb í líflambahappdrætti sem haldið er í tengslum við hrútadómana.

Upcoming Events