Raddir Strandamanna
Raddir, kveðskapur og frásagnir margra genginna Strandamanna eru aðgengilegar á vefnum Ismus.is. Megnið af því efni er safnað af þjóðfræðingum og starfsmönnum Árnastofnunar í kringum 1960-1970. Hér er ætlunin að gera sýnishorn af þessu efni aðgengilegt, með það að markmiði að fólk geti heyrt raddir gamalla Strandamanna. Miklu fleiri viðtöl og klippur eru á Ismus.is, bæði kveðskapur og frásagnir.
Raddir Strandamanna (Ismus.is)
Hrútafjörður:
Gunnar Þórðarson (1890-1980), Grænumýrartungu – Fjárrétt í Gilhaga
Vilhelm Steinsson (1909-1990), Fögrubrekku – Örnefni á Fögrubrekku
Ingibjörg Finnsdóttir (1880-1972), Kjörseyri – Segir frá uppruna sínum
Skúli Guðjónsson (1903-1986), Ljótunnarstöðum – Frásögn um drauginn Ennis-Móra
Bitra:
Guðný Gísladóttir (1906-1993), Brunngili – Álagabletturinn Bolli á Brunngili
Hjörtur Sturlaugsson (1905-1985), Snartartungu – Kveður vísu um tófueldi eftir Ólínu Andrésdóttur
Magðalena Guðlaugsdóttir (1902-1994), Þambárvöllum – Álög á Þambá
Kollafjörður:
Guðrún Guðmundsdóttir (1889-1982), Melgerði (Ljúfustöðum) – Drottinn sendir björg um vorið
Þórður Bjarnason (1908-1983), Ljúfustöðum – Samtal um kveðskap
Þórður Franklínsson (1903-1991), Litla-Fjarðarhorni – Mókollshaugur
Kirkjubólshreppur:
Ágúst Benediktsson (1900-2004) Hvalsá – Vísur eftir Gísla Gunnlaugsson
Hrófbergshreppur:
Svava Pétursdóttir (1924-2000), Hrófbergi – Huldufólksbyggðir
Kaldrananeshreppur:
Benedikt Benjamínsson (1893-1974), Strandapóstur, Brúará og víðar – Álagablettur á Brúará
Þuríður Guðmundsdóttir (1901-1992), Bæ á Selströnd – Ljósmóðir hjá álfum
Árneshreppur:
Magnús Elíasson (1897-1980), Veiðileysu – Ferðasaga
Valdimar Thorarensen (1904-1990), Gjögri – Álagablettur í Búhól í Reykjarfirði
Jensína Óladóttir (1902-1993), ljósmóðir, Bæ í Trékyllisvík – Um æviatriði