Þjónusta
Starfsemin í Sævangi snýst auðvitað um safnastarf og minjavörslu, en ekki síður þjónustu við viðskiptavini, ferðafólk og heimamenn. Sauðfjársetrið er sannkölluð menningarmiðstöð í héraðinu, þar hittist heimafólk oft á ári. Starfsemin er fjölbreytt og sum verkefnin leiða af sér söluvarning eða útheimta aðgangseyri, en önnur eru samfélagsleg og standa öllum til boða án endurgjalds. Hér er hægt að fræðast betur um þá fjölbreyttu þjónustu sem Sauðfjársetrið stendur fyrir.