Um safnið
Sauðfjársetur á Ströndum er samfélagslegt verkefni, úthugsað til að hafa sem allra mest jákvæð áhrif í samfélaginu. Markmiðin með stofnun þess voru að efla atvinnulíf og byggð á Ströndum, menningarstarf og ferðaþjónustu. Þessi markmið hafa náðst að mörgu leyti. Gamalt félagsheimili sem var lítið notað fékk nýtt hlutverk sem menningarmiðstöð og safn, uppátækið skapaði atvinnu og hafði margvísleg jákvæð áhrif á mannlífið í héraðinu. Sævangur varð áningarstaður í ferðaþjónustunni, fyrir erlenda landkönnuði og innlenda ferðalanga. Mikilvægast af öllu er að hér hittast heimamenn margsinnis á ári hverju og eiga góðar stundir saman.
Hér má fræðast talsvert um sögu og skipulag Sauðfjársetursins:
Safnastarfið og starfstefna 2020-2024