Sauðfjársetur á Ströndum

Safn og menningarmiðstöð á vefnum!

Fréttir

Álagablettir gerðir aðgengilegir á Degi íslenskrar náttúru!

DAGUR ÍSLENSKRAR NÁTTÚRU er í dag, 16. september 2024, og er þá ekki alveg tilvalið að nota tækifærið til að gera sýninguna ÁLAGABLETTIR aðgengilega á vefnum. Það voru Dagrún Ósk Jónsdóttir og Jón Jónsson sem gerðu þessa skemmtilegu og fróðlegu sýningu.

Sýningin Álagablettir er lífseigasta tímabundna sýningin á Sauðfjársetrinu, hún var uppi í átta ár 2013-2022. Síðar var svo gefin út bók um sama efni. Og nú er svo líka hægt að lesa textana sem voru á sýningunni á sínum tíma og skoða skemmtilegar myndir á vefsíðunni okkar.

Hér er tengill á síðuna: Álagablettir (2013-2022) – Sauðfjársetur á Ströndum (saudfjarsetur.is)