Liðnir viðburðir

Bábiljur og bögur í baðstofunni (Vetrarsól 2020)

Notaleg samvera á Sauðfjársetrinu í Sævangi á Ströndum, vel sóttur og vinsæll viðburður. Hugmyndin var að hafa heimilislega stemmningu og að fólk gæti unnið við eigið handverk og gekk það eftir. Vöfflur og kaffi selt á staðnum. Kristín Lárusdóttir afkomandi frá Víðidalsá kvað “Stemmur af Ströndum”, sagnamaðurinn Dagrún Ósk Jónsdóttir mætti og samsöngur var á dagskránni. Einnig kváðu krakkar sem höfðu lært kúnstina á námskeiði hjá Kristínu í aðdraganda Vetrarsólar. Ása Ketilsdóttir og Sunneva Guðrún Þórðardóttir fóru með þulur, Jóhanna Ósk og Bragi Þór Valsbörn sungu 5undasöngva.