Bændahátíð í Sævangi 2001
Undirbúningsnefnd fyrir stofnun Sauðfjársetursins stóð fyrir því haustið 2001 að Bændahátíð á Ströndum var endurvakin, en slík samkoma hafði þá ekki verið haldin á svæðinu um nokkurra ára skeið. Skemmtunin tókst vel og fjöldi manns mætti á hátíðina. Bjarni Guðmundsson á Hvanneyri fór með gamanmál, menn snæddu lambasteik og nutu skemmtiatriða heimamanna. Að skemmtun lokinni var dansleikur með hljómsveitinni Rós frá Ísafirði.