Liðnir viðburðir

HeyHey sumarfjör á Hólmavík

Í dag, miðvikudaginn 12. júlí kl. 17:00, stóðu krakkarnir sem hafa verið í Skapandi sumarstörfum í samstarfi Náttúrubarnaskólans og Strandabyggðar fyrir sumarfjörs viðburði í Kirkjuhvamminum á Hólmavík. Viðburðurinn hét HeyHey – sumarfjör á Hólmavík og það var ókeypis að koma og leika með og allir velkomnir. Farið var í skemmtilega leiki og vatnsrennibraut fyrir alla káta krakka var á svæðinu. Reipitog, Kubbur, Sendu vatnið og fleiri leikir.