Sauðfjársetur á Ströndum

Safn og menningarmiðstöð á vefnum!

Liðnir viðburðir

Jólatónleikar í Sævangi

Jóladúllurnar mættu aftur til leiks með jólatónleika í Sævangi og buðu upp á ljúfa jólatóna. Gestir á tónleikunum voru Hólmavíkurdætur sem máluðu bæinn rauðan á kjareóke-keppni Café Riis í Bragganum fyrr í haust, þær Björk Ingvars, Elísa Sigurðar, Harpa Óskars, Kristín Sverris og Laufey Reynis ásamt undirleikara sínum Berki Vilhjálms. Einnig lék Björn Líndal nokkur lög. Sauðfjársetrið bauð upp á heitt súkkulaði og piparkökur og öll innkoma kvöldsins rann til Krafts sem er stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra.