Nanna systir – súpa og þriðja sýning í Sævangi
Leikfélag Hólmavíkur setur upp gamanleikritið Nanna systir eftir Einar Kárason og Kjartan Ragnarsson undir dyggri leikstjórn Skúla Gautasonar. Sögusvið Nönnu systur er samkomuhús úti á landi árið 1996. Þar stendur til að setja upp söngleik um Fjalla-Eyvind. Óvæntar heimsóknir og uppákomur setja þó strik í reikninginn, það gengur á ýmsu og útkoman er vægast sagt skrautleg. Athugið að sýningin hentar ekki vel fyrir ung börn.
Sýnt er félagsheimilinu Sævangi á Ströndum og voru þar 4 sýningar:
7. apríl 2019, kl. 20:00 – Frumsýning!
11. apríl 2019, kl. 20:00 – 2. sýning
12. apríl 2019, kl. 20:00 – 3. sýning
21. apríl 2019, páskadag, kl. 20:00 – 4. sýning
Sauðfjársetrið bauð upp á súpu fyrir sýningarnar í Sævangi. Gúllassúpa, brauð og kaffi kr. 1.500. Miðinn á sýninguna kostar 3500 kr.