Sauðfjársetur á Ströndum

Safn og menningarmiðstöð á vefnum!

Fréttir

Sviðaveisla og skemmtun í Sævangi 19. október

Sviðaveisla verður haldin á Sauðfjársetrinu á Ströndum í Sævangi laugardaginn 19. október – (laugardaginn fyrir fyrsta vetrardag). Heit og köld svið, reykt og söltuð, sviðalappir og reykt og ný sviðasulta. Í eftirrétt verður blóðgrautur og eitthvað fleira gómsætt.

Upplýsingar um veislustjóra, ræðumann kvöldsins og sögatriði verða birt síðar en eitt er víst að bingó, tónlist, glens og grín verður á sínum stað. Sauðfjársetrið hefur nú fengið vínveitingaleyfi og verður selt borðvín, bjór og gos til að renna sviðunum niður með.

Húsið opnar kl. 19:00, borðhald hefst kl. 20:00. Miðaverð 8.000,-

Byrjað er að taka pantanir á sviðaveisluna í einkaskilaboðum til Sauðfjársetursins á facebook, í netfanginu saudfjarsetur@saudfjarsetur.is og hjá Ester í síma: 693-3474. Alls eru 120 sæti í boði á veisluna.