Þjóðtrúarkvöldvaka 7. september – illska og ofbeldi
Krassandi og kynngimögnuð þjóðtrúarkvöldvaka verður haldin á Sauðfjársetrinu í Sævangi laugardaginn 7. september og hefst kl. 21. Yfirnáttúrulegt kaffihlaðborð sem Ester Sigfúsdóttir töfrar fram (kr. 2.200.- á mann), þjóðfræðingar miðla fróðleik og krassandi hryllingssögum og Agnes Jónsdóttir frá Hólmavík sér um viðeigandi tónlistaratriði. Eftirtalin erindi, bæði stutt og „skemmtileg“, verða flutt á kvöldvökunni:
# Rósa Þorsteinsdóttir: Fullur skór af blóði. Ofbeldi í ævintýrum.
# Dagrún Ósk Jónsdóttir: Járnteinar og töfraspeglar: Útilegumenn og heimilisofbeldi í íslenskum sögnum.
# Jón Jónsson: Þumalskrúfur og gapastokkar: Viðurkenndar pyntingar fyrr á tímum
Verið öll hjartanlega velkomin! Sjáumst í Sævangi!