Sauðfjársetur á Ströndum

Safn og menningarmiðstöð á vefnum!

Liðnir viðburðir

Vestfjarðavíkingurinn 2004

Ein keppnisgreinin í kraftakeppninni Vestfjarðavíkingnum var haldin við Sauðfjársetrið í Sævangi  að þessu sinni, þann 8. júní kl. 20:00. Er þetta í fyrsta skipti sem keppt er á Ströndum í þessari mögnuðu keppni. Fjölmenni mætti til að horfa á hrikaleg átökin, en keppnisgreinin var réttstöðulyfta og þurfti að lyfta yfir 400 kílóum til að vinna þá grein. Sauðfjársetrið var opið upp á gátt í tilefni dagsins, boðið var upp á kraftakaffi og sjoppan, sýningin og handverksbúðin voru opin. Ætli það sé ekki best að láta myndirnar tala sínu máli. Kappann sem vann þarf varla að kynna, en neðst á þessari síðu er mynd af honum.

Menningarborgarsjóður styrkir sumardagskrá Sauðfjárseturs á Ströndum 2004.