Liðnir viðburðir

Yfir 100 manns í Þjóðhátíðarkaffi (2019)

Hátíðahöld gengu að óskum á þjóðhátíðardaginn 17. júní á Hólmavík. Farið var í skrúðgöngu frá Íþróttamiðstöðinni og á galdratúninu voru skemmtiatriði. Það er ungmennafélagið Geislinn sem sér um dagskrána á Hólmavík þann 17. júní. Þar voru hátíðarhöldin, fjallkona, tónlistaratriði og hoppukastalar.

Um 100 manns mættu síðan á þjóðhátíðarkaffihlaðborð á Sauðfjársetri á Ströndum í tilefni dagsins. Stóð það frá kl. 14:00-18:00 og var verð á hlaðborðið 2.000.- fyrir 13 ára og eldri, 1.300.- fyrir 7-12 ára og frítt fyrir 6 ára og yngri. Um kvöldið voru ljómandi fallegir sólstafir yfir Hólmavík festir á minniskubbinn.