Liðnir viðburðir

17. júní hátíðahöld á Sauðfjársetrinu

Öll 17. júní hátíðahöldin í Strandabyggð voru að þessu sinni haldin á Sauðfjársetrinu, bæði hefðbundið kaffihlaðborð og hátíðarsamkoma Ungmennafélagsins Geislans sem að venju sér um hátíðina fyrir Strandabyggð. Fjölmargt fólk leit við í Sævangi, en sama dag var einnig opnaður göngurstígurinn út í Orrustutanga og fór skrúðgangan þangað til að skoða listaverkin við stíginn.