Liðnir viðburðir

Dagur hinna villtu og trylltu Strandablóma (2020)

Sunnudaginn 21. júní kl. 14:00 var Dagur hinna villtu blóma haldinn hátíðlegur. Af því tilefni var boðið upp á auðvelda göngu fyrir alla aldurshópa um glænýjan göngustíg í Orrustutanga við Sauðfjársetur í Sævangi. Hafdís Sturlaugsdóttir sá um leiðsögnina. Eftir gönguna var svo vöffluhlaðborð á boðstólnum, verðið var 1200 kr. fyrir 13 ára og eldri, 800 kr. 7-12 ára.

Dagurinn er haldinn í samstarfi Náttúrubarnaskólans, Sauðfjárseturs á Ströndum, Náttúrustofu Vestfjarða og Flóruvina 🌱.