Sauðfjársetur á Ströndum

Safn og menningarmiðstöð á vefnum!

Liðnir viðburðir

Svipmyndir úr sveitinni: Úr myndaalbúmi Rósu Jónídu á Kirkjubóli

Vetrarsól á Ströndum

Í dag var opnuð ný ljósmyndasýning á Kaffi Kind á Sauðfjársetrinu í Sævangi. Hún hefur yfirskriftina Svipmyndir úr sveitinni. Úr myndaalbúmi Rósu Jónídu á Kirkjubóli.

Viðburðurinn var haldinn í raunheimum og tókst með lagni að halda sig við 20 manna fjöldatakmörk og fólk notaði grímur á meðan á heimsókn stóð. Bent var á að gaman væri að rölta frá Sævangi og skoða útisýninguna og listaverkin við Sjávarslóð, ef hinkra þyrfti eftir að gestum fækkaði í húsinu. Kaffi og kleinur voru á boðstólum við opnunina.

Sýningin verður uppi í Sauðfjársetrinu sumarið 2021. Opnunin var hluti af menningarhátíðinni Vetrarsól.

Konur á matreiðslunámskeiði á Kirkjubóli