Liðnir viðburðir

Bábiljur og bögur úr baðstofunni –

Einn af viðburðunum á Vetrarsól á Ströndum hafði yfirskriftina Bábiljur og bögur úr baðstofunni og var haldinn í Sævangi og streymt í beinni í gegnum Fésbókina og Zoom-fund. Það er Kristín Lárusdóttir sellóleikari sem á heiðurinn af þessari dagskrá sem hefur verið haldin áður á Sauðfjársetrinu á fyrri Vetrarsólarhátíðum. Þau sem troða upp á viðburðinum eru Kristín sem kveður, Dagrún Ósk Jónsdóttir þjóðfræðingur sem flytur pistil um sólina, Anna Björg Þórarinsdóttir framkvæmdastjóri Strandagaldurs segir frá landvættunum og Jón Jónsson segir frá ljósmyndasýningunni: Svipmyndir úr sveitinni.

Hér er tengill á dagskrána:

https://www.facebook.com/saudfjarsetur/videos/171573254720679