Sauðfjársetur á Ströndum

Safn og menningarmiðstöð á vefnum!

Liðnir viðburðir

Sirkus á Sauðfjársetrinu: Melodic Objects (2018)

Miðvikudaginn 18. júlí klukkan 18:30 var sirkushópurinn Melodic Objects með sýningu á Sauðfjársetrinu í Sævangi við Steingrímsfjörð á Ströndum. Náttúrubarnaskólinn og Sauðfjársetrið buðu upp á frían aðgang og öll voru velkomin sem áhuga höfðu. Á sýningunni komu fram sex jogglarar og einn tónlistarmaður. Listamennirnir eru víða að úr heiminum, en ekki var nauðsynlegt að skilja ensku til að njóta sýningarinnar – tónlistin og hið sjónræna skiptu mestu máli. 

Veitingastofan Kaffi Kind á Sauðfjársetrinu var opin fyrir og eftir sýninguna sem var sérstaklega vel sótt og sérstakt tilboð á brauðsúpu með rjóma í tilefni dagsins! Í fréttatilkynningu frá Sauðfjársetrinu og Náttúrubarnaskólanum var fólk hvatt til að missa ekki af þessu fjöri og einnig hvatt til að skella sér á tónleika með Svavari Knút og Kristjönu Stefáns um kvöldið á Hólmavík.