Réttað í Skeljavíkurrétt
Réttað var í Skeljavíkurrétt við Steingrímsfjörð, rétt utan við Hólmavík, að lokinni smalamennsku föstudaginn 9. september sl. Til stóð að byggð yrði ný rétt í Skeljavík fyrir smalamennskur í haust, en ekki náðist að fara í þá framkvæmd á árinu 2017 þrátt fyrir að ákvörðun um það lægi fyrir hjá sveitarfélaginu Strandabyggð. Verður því væntanlega frestað til næsta sumars, úr þessu. Smalamennska gekk að mestu leyti vel og sama má segja um réttarstörfin.