Bardagaaðferðir víkinga – Men of Terror (bókakynning)
Sunnudagskvöldið 29. ágúst kl. 20:00 heimsóttu höfundar bókarinnar Men of Terror: A Comprehensive Analysis of Viking Combat, þeir William R. Short og Reynir A. Óskarsson, Sauðfjársetrið og sögðu frá rannsóknum sínum. Bókin sem er að koma út um þessar mundir fjallar um bardagaaðferðir víkinga. Í henni er gerð grein fyrir hlutverki ofbeldis í víkingasamfélaginu, en líkt og lesa má úr heimildum bæði innlendum og erlendum, rúnasteinum, lagabálkum, myndum, haugfé, og jafnvel byggingum þeirra og skipa hönnun, var ofbeldi stór þáttur í samfélagi þeirra. Þrátt fyrir það var þetta líka samfélag þar sem nauðsyn var að veita ókunnugum skjól, fæði og gestrisni.
Titill bókarinnar kemur frá dönskum rúnasteini sem var reistur í minningu Fraða sem var sagður fremstur meðal víkinga og ógnvættur manna. Bókin byggir á rannsóknum samtakanna Hurstwic sem hafa síðastliðin 20 ár rannsakað Íslendingasögurnar með megin áherslu á bardagaaðferðir víkinga. Ráðgjafar og meðlimir samtakanna samanstanda af fjölbreyttum hópi fólks, sérfræðinga og fræðimanna: allt frá fornleifafræðingum, þjóðfræðingur, sagnfræðingum, formönnum Glímusambands Íslands, sérsveitarmanna í hermennsku, eldsmiða og svo mætti lengi telja. Kynningin fór fram á ensku.
Nánari upplýsingar um bókina má nálgast hér:
https://www.westholmepublishing.com/…/men-of-terror-short/
http://www.hurstwic.com/shop/books/men_of_terror/index.htm