Sauðfjársetur á Ströndum

Safn og menningarmiðstöð á vefnum!

Liðnir viðburðir

Sögurölt: Skerðingsstaðir

Sjötta sögurölt Byggðasafns Dalamanna og Sauðfjárseturs á Ströndum var þriðjudaginn 23. júlí á Skerðingsstöðum í Hvammssveit. Lagt var af stað frá hlaðinu á Skerðingsstöðum kl. 19:30. Þar sýndu Bjargey og Jón Egill Skerðingsstaðabændur og sögðu frá broti af því besta sem staðurinn hefur uppá að bjóða. Yfirsýn yfir óðal Auðar djúpúðgu, aftökur, bænir, ferðasaga húss og margt fleira.