Liðnir viðburðir

Sögurölt á Broddanesi

Hin sívinsælu og vikulegu Sögurölt halda áfram, en það eru söfnin Sauðfjársetur á Ströndum og Byggðasafn Dalamanna sem hafa samvinnu um þau í sumar. Miðvikudaginn 31. júlí kl. 19:30 var stefnan tekin á Sögurölt á Broddanesi við sunnanverðan Kollafjörð á Ströndum. Gangan var auðveld og við allra hæfi og margvíslegur fróðleikur í boði. Mæting var við afleggjarann heim að Broddanes Hostel, sem áður var Broddanesskóli. Mikill fjöldi tók þátt í göngunni að þessu sinni, en sögumaður var Jón Jónsson þjóðfræðingur sem á einmitt ættir að rekja að Broddanesi.