Liðnir viðburðir

Gömlu góðu leikirnir og gamli góði grjóni á Sauðfjársetrinu

Hvernig léku krakkar sér í gamla daga? Hvað gerðu þau milli sveitaverkanna? Hvernig dót áttu þau?

Dagrún Ósk sagði frá gömlum leikjum úr íslenskri sveit og sýnir okkur leikföng sem gátu breyst í ótrúlegustu verur. Gamlar sögur voru líka á dagskránni og svo var farið út í hópleiki. Eftir þetta allt saman var boðið upp á ljúffengan grjónagraut og tilheyrandi.

Þetta var fyrsti viðburðum af nokkrum sem verða haldnir í tengslum við sýninguna Sumardvöl barna í sveit og miða að börnum sérstaklega. Um var að ræða huggulegt síðdegi þar sem börn og foreldrar nuta sín saman í leik og ekki skemmir fyrir að enginn þarf að elda. Sýningin Send í sveit var að sjálfsögðu opin.

Grjónagrauturinn kostaði 1000 kr. fyrir fullorðna og 600 kr. fyrir 12 ára og yngri.

Esther Ösp skipulagði innan vébanda verkefnisins Sumardvöl barna í sveit.