Liðnir viðburðir

Sumardvöl í sveit – ný sýning á Sauðfjársetrinu

Þann 6. nóvember 2016 var opnuð sýningin Sumardvöl í sveit í Sævangi. Sýningin er ætluð fyrir alla fjölskylduna og skartar gamaldags sveitaheimili, bókmenntum, fréttaefni, tölfræðiupplýsingum, þátttökuspili, leikjum, sögum af Ströndum og mörgu fleira.

Esther Ösp Valdimarsdóttir og Dagrún Ósk Jónsdóttir sem settu sýninguna upp, sögðu frá sýningunni og veittu leiðsögn. Sauðfjársetrið baujð upp á vöffluhlaðborð á 1200 kr fyrir fullorðna og 600 kr fyrir 6-12 ára.