Sauðfjársetur á Ströndum

Safn og menningarmiðstöð á vefnum!

Fréttir

Fjárréttir fyrr og nú


Sauðfjársetur á Ströndum hefur í samstarfi við fleiri aðila ákveðið að safna saman ýmiskonar gögnum um skilaréttir á Íslandi og gera yfirlit um þær. Hér er bæði átt við skilaréttir sem hætt er að nota og þær sem eru enn í notkun. Ætlunin er að safna gögnum með aðstoð fólks um land allt og gera þau aðgengileg á vefnum með myndum og fróðleik. Hugmyndin er að síðan verði hægt að nýta þetta yfirlit til rannsókna á fjölbreyttan hátt og frá margvíslegum sjónarhornum. Rannsóknin er tvíþætt og beinist annars vegar að réttarbyggingunni sjálfri, það er að segja mannvirkinu, og hins vegar að viðburðinum, þegar réttað er á haustin.

Nú leitum við til fólks um land allt að senda okkur fróðleik og upplýsingar, frásagnir og ljósmyndir úr réttum og af réttarbyggingum. Fyrirhugað er að setja upp kort á vefnum sem sýnir staðsetningu þeirra með fróðleik, frásögnum og myndum.

Hér að neðan er tengill á form sem hægt er að nota til að senda inn upplýsingar, en ljósmyndir er t.d. hægt að senda í tölvupósti á saudfjarsetur@saudfjarsetur.is og stærri myndir í gegnum forritið Wetransfer.

Tengill á söfnun: https://forms.gle/663jrN12utuJhYxK9

Hefur þú upplýsingar, sögur eða myndir fyrir okkur?