Stofnfundur Félags áhugamanna um Sauðfjársetur á Ströndum 2002
Félag áhugamanna um Sauðfjársetur á Ströndum var stofnað 10. febrúar 2002.
Anna Karlsdóttir, lektor við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri, mætti á stofnfund Sauðfjársetursins og flutti gestum pistil í léttum dúr sem bar þann hörmulega titil: Bændur eru ljótir og sjómenn heimskir.
Í pistlinum fór Anna vítt og breitt og fjallaði um ímynd bændastéttarinnar og dreifbýlisbúa yfirleitt, menningartengda ferðaþjónustu, menntun í búvísindum og fleira. Fjörlegar umræður urðu að framsögunni lokinni, enda fylgir öllu gamni ávallt nokkur alvara. Ímynd dreifbýlisins og sveitafólks mætti vissulega vera töluvert betri.