Liðnir viðburðir

Bábiljur og bögur í Baðstofunni

„Ungir sem aldnir koma saman í baðstofunni. Fólk getur unnið við eigið handverk, hlustað á sögur, langspil og kveðskap og tekið þátt í samsöng um leið og vöffluhlaðborði er skolað niður með kaffi, allt eftir því hvað hentar hverjum og einum.” Viðburður sem Kristín Lárusdóttir stóð fyrir í samvinnu við Sauðfjársetrið í tengslum við hátíðina Vetrarsól á Ströndum. Frítt inn, kaffiveitingar fyrir þá sem vilja 1.200kr.