Fréttir

Bókakynning: Gerður Kristný og Urta

Laugardaginn 5. nóvember mætir Gerður Kristný á Strandir og verður með kynningu á nýrri ljóðabók á Sauðfjársetrinu. Bókin heitir Urta og hefur miklar tengingar við Strandir, því ævi formóður Gerðar Kristnýjar (og fjölda annars Strandafólks) er kveikjan að ljóðabálknum og bókinni. Sú hét Sigríður Jónsdóttir og var húsfreyja og ljósmóðir í Stóra-Fjarðarhorni.

Notaleg ljóðastund í Sævangi, verið öll hjartanlega velkomin! Viðburðurinn hefst kl. 16 og kaffi á könnunni