Liðnir viðburðir

Dagur hinna villtu blóma & Sögurölt við Sævang

Miðvikudaginn 24. júní kl. 20:00 var Dagur hinna villtu blóma haldinn hátíðlegur á Sauðfjársetrinu. Að því tilefni var farið í gönguferð í nágrenni Sævangs. Mæting kl. 20 og farið hægt yfir, Hafdís Sturlaugsdóttir var leiðsögumaður í öldungis frábæru veðri. Gönguferðin var jafnframt hluti af sögurölti Byggðasafnsins í Dölum og Sauðfjársetursins í Sævangi.

Hópurinn fjölmennti síðan í vöfflur og kakó í Sævangi á eftir.