Liðnir viðburðir

Dráttarvélardagur og töðugjöld 2004

Dráttarvélardagur og töðugjöld – stórhátíð. Kaffihlaðborð eins og alla aðra sunnudaga, ökuleikni á dráttarvélum, leikir á vellinum, grín og gaman.

Sauðfjársetrið hélt töðugjöld og dráttarvéladag þann 8. ágúst þetta árið og tókst bærilega. Farið var í leiki á íþróttavellinum, gömlu vélarnar voru skoðaðar í krók og kring, hefðbundin átök fóru í að reyna að snúa Deutzinum í gang, börnin komust í ferð í kindavagni, kaffihlaðborð var á boðstólum og keppt var í ökuleikni á dráttarvélum.

Keppnin í ökuleikninni var jöfn og skemmtilegt og skildi einungis sekúnda að fyrstu þrjá menn í karlaflokki. Fyrstur varð þar Gísli Kristján Kjartansson frá Sandhólum í Bitru, en jafnir í öðru sæti urðu Jón Vilhjálmsson á Hólmavík og Jón Jónsson á Kirkjubóli. Í kvennaflokki sigraði Svanhildur Jónsdóttir frá Steinadal, Rósa Jósepsdóttir í Fjarðarhorni varð önnur og Ásdís Jónsdóttir varð þriðja.

Vinningar voru ekki af lakara taginu, frímiði á Bændahátíðina sem haldin verður 11. september næstkomandi.