Liðnir viðburðir

Handverk og hönnun – fyrirlestur, vinnustofa og spjallfundur á Sauðfjársetri

Sunneva Hafsteinsdóttir framkvæmdastjóri HANDVERKS OG HÖNNUNAR hélt vinnustofu, fyrirlestur og spjallfund á Sauðfjársetrinu mánudaginn 5. mars kl. 18:00. Sauðfjársetrið bauð upp á súpu og brauð á fundinum sem er haldin í samvinnu við handverkshópinn Strandakúnst. Vel mætt var á viðburðinn.

Eftirfarandi atriði voru tekin til umfjöllunar:

Markaðsetning og verðlagning og tækifæri.
Hvað er handverk og hönnun og hvað er handavinna?
Hvað er góður minjagripur og hvað er íslenskt?

Sunneva Hafsteinsdóttir bauð svo einnig upp á ráðgjafaviðtöl. Þessi atburður var styrktur af Uppbyggingarsjóði Vestfjarða. Aðgangur að vinnustofunni og fyrirlestrinum var ókeypis.