Fréttir

Hrútadómar ekki haldnir í ár

Búið var að ákveða að halda Hrútadóma fyrr í sumar, meðan sem best gekk með Covid, og undirbúningur hafinn af fullum krafti. En nú í byrjun ágúst blossaði veiran upp afur, 2ja metra reglan var sett á og 100 manna samkomubann, svo ekki er nokkur möguleik að halda þessa árvissu snertiskemmtun Strandamanna. Okkur þykir það mjög leitt, enda er hátíðin líka mikilvægasta fjáröflun setursins yfir sumarið.