Sauðfjársetur á Ströndum

Safn og menningarmiðstöð á vefnum!

Liðnir viðburðir

Íslandsmót í hrútaþukli (2012)

Íslandsmótið í hrútadómum var haldið laugardaginn 18. ágúst árið 2012. Matthías Lýðsson var kynnir að þessu sinni í forföllum Jóns Jónssonar sem var sennilega að undirbúa ferð með hópi baldinna unglinga frá Hólmavíkurskóla um Danaveldi. Líklega var heldur minna tekið af myndum á þessari hátíð af þeim sökum. Anna Margrét var dómari að þessu sinni.

Sigurvegarar í flokki óvanra hrútaþuklara – í fyrsta sæti varð Jón Haukur Vignisson á Hólmavík, í öðru urðu frændurnir Tómas Arnarsson á Hólmavík og Sigfús Snævar Jónsson á Kirkjubóli og í þriðja varð Maríus Þorri Ólason í Reykjavík (ættaður frá Hólmavík).

Sigurvegarar í flokki vanra hrútadómara – Helga Guðmundsdóttir í Stykkishólmi varð í 3. sæti, Kristján Albertsson á Melum í Árnehreppi sigraði og Eiríkur Helgason í Stykkishólmi varð annar.