Fréttir

Náttúrubarnahátíð ákveðin 14.-16 júlí 2023

Langar þig að komast í betri tengsl við þitt innra náttúrubarn? Á Náttúrubarnahátíð á Ströndum 14.-16. júlí árið 2023 gefst þér tækifæri til að finna og rækta náttúrubarnið í þér á skemmtilegri dagskrá fullri af allskonar fróðleik og fjöri!

Náttúrubarnahátíðin verður haldin á Sauðfjársetrinu í Sævangi, þar sem Náttúrubarnaskólinn er til húsa. Náttúrubarnahátíðin er fjölskylduhátíð og verður aðgangur ókeypis 🌱 Náttúrubarnahátíðin er styrkt af Uppbyggingarsjóði Vestfjarða.

Nánari upplýsingar koma hér inn þegar nær dregur – sjáumst!