Fréttir

Réttarkaffi í Sævangi

Sunnudaginn 18. september er réttardagur í Kirkjubólsrétt og hefjast réttarstörfin kl. 14:00. Reynir Björnsson er réttarstjóri. Í tilefni dagsins verður kaffihlaðborð á boðstólum á Sauðfjársetrinu í Sævangi sem er í göngufæri við réttina. Verið öll hjartanlega velkomin

Verð á kaffihlaðborð er kr. 2.000 fyrir 13 ára og eldri kr. 1.300 fyrir 6-12 ára og frítt fyrir yngri. 

Sunnudagurinn 18. september er einnig síðasti dagur sumaropnunar á Sauðfjársetrinu árið 2022, en opið verður eftir samkomulagi í vetur (s. 693-3474, Ester).